Ertu að ofgreiða þóknanir til Booking.com?

Hvernig get ég komist hjá því að greiða þóknun fyrir bókun sem ég gat ekki rukkað? Vissir þú að fyrir þær bókanir sem mæta ekki (e. No Show) þarftu samt að greiða þóknun til Booking.com? Það er að sjálfsögðu rétt að greiða þóknun til Booking.com fyrir bókanir sem greiddu en mættu ekki, en hvað ef […]

Afbókanir og endurgreiðslur

Það eru svo sannarlega ótrúlegir tímar sem við upplifum þessa dagana í ljósi Covid-19 veirunnar sem herjar á heiminn allan. Allskonar áskoranir sem við eigum við í dag höfðum við aldrei ímyndað okkur að við þyrftum að takast á við áður. Það er því afskaplega mikilvægt að stíga varlega til jarðar og taka þannig meðvitaðar ákvarðanir varðandi allt sem snýr að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustunni. 

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá rekstraraðilum sem snúa að bókunarrásum og skilmálum þeirra. Það er ansi flókið að setja sig inn í alla skilmála þar sem þeir byggja á mismunandi upplýsingum og eru breytilegir eftir bókunarrásum.

Við hjá Godo höfum tekið saman þessar upplýsingar ykkur til fróðleiks og til að einfalda ykkur leitina í frumskóginum mikla um hvar er hægt að nálgast þessa skilmála hjá mismunandi bókunarrásum.